Kvennalið KR í körfubolta vann sinn annan sigur í fyrstu deildinni þegar það mætti Ármanni á útivelli sl. föstudag. KR náði strax afgerandi forskoti og snemma í öðrum leikhluta var staðan orðin 5:28 fyrir gestina. Lokatölur voru 41:98 fyrir KR.

 

Allir tólf leikmenn KR komust á blað í leiknum. Stigahæst var Eygló Kristín Óskarsdóttir með 18 stig og sex fráköst að auki.

 

Ástrós Lena Ægisdóttir skoraði 17 stig, tók fimm fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Perla Jóhannsdóttir og Gunnhildur Bára Atladóttir skoruðu hvor um sig 10 stig, Kristbjörg Pálsdóttir og Emilía Bjarkar-Jónsdóttir sjö stig hvor, Unnur Tara Jónsdóttir og Desiree Ramos sex stig hvor, Margrét Blöndal, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir og Þorbjörg Andrea Jónsdóttir fimm stig hver, og Jenný Lovísa Benediktsdóttir tvö stig.

KR er í öðru sæti í deildinni eftir tvo leiki og á leik til góða á Grindavík, sem situr ósigrað í efsta sæti deildarinnar. Þór Akureyri er í þriðja sæti með tvo sigra og eitt tap. Næsti leikur liðsins er nk. laugardag, 21. október kl 16:30 í DHL höllinni þegar KR mætir Fjölni.

 

Tölfræði leiks

 

Umfjöllun / Helga María Garðarsdóttir