Bakvörðurinn Andre Cornelius verður með Vestra í kvöld í baráttunni í 1. deild þegar Fjölnismenn koma í heimsókn á Jakann. Vestri.is greinir frá.

Cornelius er bakvörður sem lék með George Mason háskólanum og segir á heimasíðu Vestra að þarna fari bakvörður með mikla snerpu sem á að baki eitt ár í atvinnumennsku í Frakklandi.