Önnur umferð spænsku B-deildarinnar fór fram um helgina en íslenski landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson var í eldlínunni fyrir sitt lið TAU Castello.

 

Liðið vann góðan 78-75 sigur á Palencia en síðarnefnda liðið fór lang í deildinni í fyrra. Það var frábær fjórði leikhluti sem skóp sigur Ægis og félaga í þessum leik en þeir unnu hann 22-11.

 

Ægir Þór átti frábæran leik fyrir Castello en hann endaði með 20 stig og var næststigahæstur á vellinum. Hann bætti við sex fráköstum og tveimur stoðsendingum og 27 mínútum. 

 

Fyrir frammistöðu sína var Ægir valinn í úrvalslið 2. umferðar í Leb Gold deildinni á Spáni. Hann hlaut 27 stig í útreikningum síðunnar og var meðal bestu manna. Liðsfélagi hans Edu Gatell var valinn besti leikmaður umferðarinnar. 

 

 

TAU Castello mætir ICL Manresa næstu helgi en það lið hefur einnig unnið einn leik eftir tvær umferðir.