Önnur umferð spænsku B-deildarinnar fór fram um helgina en íslenski landsliðsmaðurinn Ægir Þór Steinarsson var í eldlínunni fyrir sitt lið TAU Castello.

 

Liðið vann góðan 78-75 sigur á Palencia en síðarnefnda liðið fór lang í deildinni í fyrra. Það var frábær fjórði leikhluti sem skóp sigur Ægis og félaga í þessum leik en þeir unnu hann 22-11.

 

Ægir Þór átti frábæran leik fyrir Castello en hann endaði með 20 stig og var næststigahæstur á vellinum. Hann bætti við sex fráköstum og tveimur stoðsendingum og 27 mínútum. 

 

TAU Castello mætir ICL Manresa næstu helgi en það lið hefur einnig unnið einn leik eftir tvær umferðir.