Grindavík og Tindastóll mætast í Domino´s-deild karla í kvöld en aðgangseyrir leiksins sem og aðgangseyrir kvennaleikja Grindavíkur og Þórs frá Akureyri um helgina mun renna óskiptur til styrktar fjölskyldu Magnúsar Andra Hjaltasonar sem var bráðkvaddur í vikunni.

Magnús Andri lést langt um aldur fram en hann var um árabil formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Á Facebook-síðu Grindavíkur kemur eftirfarandi fram:

Karfan.is vottar fjölskyldu og aðstandendum Magnúsar Andra samúð sína vegna fráfallsins.