Leikmenn Tindastóls borguðu sig inn fyrir leik kvöldsins í Mustad Höllinni í Grindavík, en aðgangseyrir leiksins sem og aðgangseyrir kvennaleikja Grindavíkur og Þórs frá Akureyri um helgina mun renna óskiptur til styrktar fjölskyldu Magnúsar Andra Hjaltasonar sem var bráðkvaddur í vikunni.
Magnús Andri lést langt um aldur fram en hann var um árabil formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur.
Færsla Tindastóls:
Mynd / Facebook síða Tindastóls