Íslandsmót yngri flokka fara fram flestar helgar þessi misserin þar sem efnilegustu leikmenn landsins mætast. Metnaðarfullur hópur 10 ára stúlkna sem æfa hjá ÍR ætlar sér stóra hluti á mótunum í sumar en þær hafa æft í þrjú ár. 

 

Liðið sótti um undanþágu til þess að leika á íslandsmótum gegn 10 ára strákum en þær eiga að vera í mótum með 10 – 11 ára stúlkum. Samkvæmt Faceook síðu verkefnisins vilja stelpurnar bæta sig með því að spila gegn liðum sem eru svipað góð eða betri til að taka framförum. Samkeppnin mun vera mikil í þeim flokki sem þeir eiga að keppa í en hafa leikið við sama flokk drengja og oftar en ekki haft betur. 

 

Sagt er frá  því að skrifleg umsókn hafi borist til KKÍ en henni hafi verið neitað símleiðis þar sem gera þurfi reglugerðarbreytingar til að leyfa slíkt. ÍR spilar gegn KR, Vestra, Fjölni og Keflavík í flokki 10 ára stúlkna um helgina og verður fróðlegt að fylgast með framvindu mála.