Þórsarar í Þorlákshöfn hafa samið við leikstjórnandann Óla Ragnar Alexandersson um að leika með liðinu á komandi vetri í Dominos deildinni.  Óli Ragnar er 24 ára gamall og lék síðast með Snæfelli  frá áramótum 2014-2015 og tímabilið 2015-2016 en þá fótbrotnaði hann í leik með félaginu og gekk illa að ná bata svo að hann lék ekki áfram með Snæfell á síðasta vetri vegna meiðsla. Síðara tímabilið með Snæfell  skilaði hann 2,2 stigum, 2,9 fráöstum og 4,3 stoðsendingum á leik.

Óli Ragnar er alinn upp hjá Njarðvík og lék þar undir stjórn Einars Árna, bæði í yngri flokkum og svo á árunum 2011-2014 í meistaraflokki.

 

Með komu Óla Ragnars er myndin á leikmannahóp Þórs orðin skýr en þeir Jesse Pellot-Rosa og Snorri Hrafnkelsson höfðu áður gengið til liðs við félagið.  

 

 

 

Fréttatilkynning Þórs: