Golden State Warriors sigruðu San Antonio Spurs í kvöld í fyrsta leik úrslita vesturstrandar NBA deildarinnar.

 

Það voru gestirnir frá Texas sem að byrjuðu leik kvöldsins mun betur. Leiddu með 14 stigum eftir fyrsta leikhlutann, 16-30. Við þá forystu bættu þeir svo bara við undir lok hálfleiksins, sem endaði 42-62 Spurs í vil. Í þriðja leikhlutanum virtust þeir svo ætla að halda úti sama leik, voru með 20 stiga forystu þegar að leikmaður Warriors, Zaza Pachulia, stígur undir leikmann Spurs, Kawhi Leonard í þriggja stiga skoti með þeim afleiðingum að hann snýr sig á ökkla. Ökklameiðsl nokkuð verið að plaga leikmanninn til þessa í úrslitakeppninni, en hann tók ekki frekari þátt í leiknum.

 

Hér má sjá hvernig Zaza tók Kawhi út:

 

Eftir þetta fór vél Warriors að malla. Hratt og örugglega unnu þeir niður þennan mun gestanna. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 81-90. Í honum létu þeir svo kné fylgja kviði og voru komnir með forystuna í fyrsta skiptið síðan á fyrstu mínútum leiksins þegar um 4 mínútur voru eftir. Fór svo að lokum að Warriors sigldi góðum 113-111 sigri í höfn og taka með því 1-0 forystu í einvíginu.

 

Atkvæðamestur fyrir heimamenn í leiknum var Stephen Curry með 40 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar á meðan að fyrir Spurs var það LaMarcus Aldridge sem dróg vagninn með 28 stigum og 8 fráköstum.

 

Það helsta úr leiknum:

 

Úrslit kvöldsins:

 

Golden State Warriors 113 – 111 San Antonio Spurs

Warriors leið einvígið 1-0