Leikmaður San Antonio Spurs, Kawhi Leonard, segist ekki hafa haldið að miðherji Golden State Warriors, Zaza Pachulia, hafi viljandi verið að reyna að sjá til þess að hann myndi lenda illa með hreyfingu sinni í leik gærkvöldsins.

 

Kawhi, sem hafði þegar misst af leikjum í úrslitakeppninni sökum ökklans, lék á alls oddi þangað til að Zaza steig undir hann í skotinu. Á þeim 23 mínútum sem hann spilaði í leiknum hafði hann skorað 26 stig, tekið 8 fráköst, gefið 3 stoðsendingar og voru Spurs menn +21 í stigum með hann á vellinum. Enn frekar segir Kawhi að leikmaðurinn hafi einfaldlega verið að trufla skot hans.

 

Aðspurður sagðist Zaza heldur ekki hafa verið að reyna að meiða Kawhi, enn frekar sagði hann:

“Það er mjög heimskulegt,” 

“Ég held ég ætti ekki að tjá mig um málið. Ég er ekki svo góður að ég geti gert svona hluti viljandi. Ég gerði bara mitt. Ég varð að trufla skotið. Ég sá að liðsfélagi minn var fastur í boltahindruninni. Ég þurfti að trufla skotið. Það er það sem ég gerði. Snéri mér einfaldlega við til þess að frákasta og þá gerðist það.

“Það er ekki gott að sjá neinn meiðast. Ég er einnig íþróttamaður, þekki þessa tilfinningu. Vona að þetta sé ekki alvarlegt, því þegar allt kemur til alls erum við samstarfsmenn. Þannig að við þurfum að halda áfram”

 

 

Hérna er hreyfingin:

 

Hvað finnst fólki, var þetta viljandi eða óviljandi?

 

Hérna má sjá hvað Kawhi hafði að segja eftir leik:

 

Hér má sjá nokkur fyrri atvik frá Zaza Pachulia: