Nú fer að líða að því að lokaúrslit NBA deildarinnar fari af stað. Þar sem að lang líklegast þykir að við fáum að sjá meistara Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors berjast þriðja árið í röð. Við fengum helsta NBA speking þjóðarinnar, Baldur Beck, til þess að fara yfir stöðu mála með okkur.

 

Fyrir þá sem ekki vita, þá hefur Baldur haldið úti síðunni NBA Ísland til fjölda ára núna. Á henni hefur verið að finna bestu skrif hér á landi um NBA körfuboltann ásamt allskonar öðrum skemmtilegheitum.

 

Hérna er NBA Ísland

 

Einnig er farið yfir verðlaunaafhendingar fyrir þetta tímabil ásamt því að reyna að ráða í kristalskúluna fyrir það næsta.

 

Umsjónrmenn: Davíð Eldur & Ólafur Þór

 

Yfirlit:

00:30 – NBA Ísland

27:40 – Úrslitakeppnin

58:50 – Verðmætasti leikmaðurinn

1:09:00 – Spurningakönnun / Verðlaunaafhending

1:40:15 – Nýliðavalið / Næsta tímabil