Lykilleikmenn tímabilsins 16/17 í Dominos deild karla eru tveir. Leikmaður Keflavíkur, Amin Stevens og leikmaður Þórs, Tobin Carberry. 

 

Í 27 leikjum fyrir Þór í vetur skoraði Tobin 28 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Lið hans sigraði meistara KR í keppni meistara meistaranna, tapaði fyrir sama liði í bikarúrslitum og var slegið út í oddaleik af Grindavík í 8 liða úrslitum Íslandsmótsins. Algjörlega frábært ár fyrir Tobin þrátt fyrir það, sem að leiddi lið sitt í öllum tölfræðiþáttum að meðaltali í leik. Tobin með þriðju flest stig skoruð og framlag í heild að meðaltali í deildinni allri í leik í vetur.

 

Í 30 leikjum fyrir Keflavík í vetur skoraði Amin 29 stig, tók 16 fráköst og gaf 3 stoðsendingar að meðaltli í leik. Gengi liðs hans batnaði mjög eftir því sem á leið á tímabil og fór svo að lokum að þeir voru slegnir út í undanúrslitum Íslandsmótsins af verðandi meisturum KR. Amin var annar í stigaskorun í deildinni í vetur, en efstur í fráköstum og heildarframlagi að meðaltli í leik.

 

Tobin og Amin fengu í heil 9 skipti tilnefningu fyrir lykilframmistöðu hjá Karfan.is á tímabilinu, en þær eru veittar þeim 2-4 leikmönnum hverrar umferðar sem taldir eru hafa átt mestan þátt í sigri síns liðs.

 

Í þriðja sæti var leikmaður ÍR, Matthías Orri Sigurðarson, en hann var einnig efstur allra íslenskra leikmanna þennan veturinn með 5 lykla. Alls voru 38 leikmenn útnefndir yfir tímbilið, en hér að neðan má sjá lista þeirra og hversu oft hver fékk tilnefningu.

 

 

9 Lyklar

Amin Stevens (Keflavík)

Tobin Carberry (Þór)

 

5 Lyklar

Matthías Orri Sigurðarson (ÍR)

 

4 Lyklar

Brynjar Þór Björnsson (KR)

Darrell Lewis (Þór Akureyri)

Pavel Ermolinski (KR)

 

3 Lyklar

Hlynur Bæringsson (Stjarnan)

Sherrod Wright (Haukar)

Logi Gunnarsson (Njarðvík)

Antonio Hester (Tindastóll)

Pétur Rúnar Birgisson (Tindastóll)

 

2 Lyklar

Lewis Clinch (Grindavík)

Chris Caird (Tindastóll)

Flenard Whitfield (Skallagrímur)

Björn Kristjánsson (Njarðvík)

George Beamon (Þór Akureyri)

 

1 Lykill

Ómar Örn Sævarsson (Grindavík)

Mamadou Samb (Tindastóll)

Darrell Flake (Skallagrímur)

Björgvin Hafþór Ríkharðsson (Tindastóll)

Danero Thomas (Þór Akureyri/ÍR)

Tómas Heiðar Tómasson (Stjarnan)

Ólafur Ólafsson (Grindavík)

Eyjólfur Ásberg (Skllagrímur)

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (KR)

Sveinbjörn Claessen (ÍR)

Quincy Hankins Cole (ÍR)

Jón Arnór Stefánsson (KR)

Finnur Atli Magnússon (Haukar)

Marvin Valdimarsson (Stjarnan)

Trausti Eiríksson (ÍR)

Jeremy Atkinson (Njarðvík)

Tryggvi Snær Hlinasson (Þór Akureyri)

Viðar Ágústsson (Tindastóll)

Mgnús Þór Gunnarsson (Skallagrímur)

Hörður Axel Vilhjálmsson (Keflavík)

Dagur Kár Jónsson (Grindavík)

Anthony Odunsi (Stjarnan)