Tvær vikur eru liðnar frá því KR lyfti Íslandsmeistaratitlinum fjórða árið í röð. Brynjar Þór Björnsson fyrirliði liðsins lyfti bikarnum og var það í sjöunda skipti sem hann gerir það á ferlinum. 

Brynjar er gestur hlaðvarpsins þessa vikuna. Hann gerir upp tímabilið, segir frá stærstu sigrum og vonbrigðum ferilsins. Auk þess ræðir Brynjar um hvort hann sé umdeildur leikmaður þar sem hann viðurkennir að hann sé engin dúkkulísa á vellinum. Að lokum ræðum við landsliðsverkefnin framundan. 

Umsjón: Ólafur Þór Jónsson og Davíð Eldur.

Efnisyfirlit: 
1:00 – Tímabilið 2016-2017 gert upp
35:30 – Umræða um meint olnbogaskot
49:30 – Landsliðsferill Brynjars
1.00:00 – Reglur um erlenda leikmenn
1.08:00 – Körfuboltanámskeið Brynjars