Það verða Þór Akureyri og Stjarnan sem mætast í úrslitaleik Íslandsmóts 10. flokks drengja á morgun. Leikurinn hefst kl. 14:00 og er í beinni útsendingu á YouTube-síðu KKÍ. Mun þetta verða þriðji úrslitaleikur þessara tveggja liða það sem af er ári. Fyrst mættust þau í úrslitum Maltbikarkeppninnar, þar sem að Stjarnan hafði sigur. Síðan mættust þau aftur í fyrsta al-íslenska úrslitaleik Scania Cup, þar sem að Þór fór með sigur af hólmi. Leikurinn á morgun sá síðasti þetta tímabilið og því algjör úrslitaleikur fyrir bæði lið þetta tímabilið.

 

Í fyrri undanúrslitaviðureign dagsins hafði Stjarnan betur gegn Njarðvík, 65-49. Atkvæðamestur fyrir Stjörnuna var Axel Þór Þorgeirsson með 14 stig og 18 fráköst, fyrir Njarðvík var það Veigar Páll Alexandersson sem dróg vagninn með 17 stigum, 11 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Stjarnan 65 – 49 Njarðvík

 

Í seinni leiknum sigraði Þór lið KR, 64-51. Þar vað Baldur Örn Jóhannesson atkvæðamestur fyrir Þór með 12 stigum, 19 fráköstum og 7 stoðsendingum á meðan að fyrir KR var það Veigar Áki Hlynsson með 21 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar.

Þór Akureyri 64 – 51 KR