Ólafur Ólafsson landsliðsmaður var gall harður eftir tap í dag gegn liði Kýpur í fyrsta leik karlaliðsins.  

 "Við hittum illa, tökum stundum vilausar ákvarðanir en við erum í leik við þá eftir allt þetta ferðalag sem við erum búnir að fara í gegnum með sundfólkinu . Sex lönd a sirka einum og hálfum sólarhring ef Ísland er talið með þannig ég er mjög bjartsýnn á framhaldið.  Við mætum 150% í næsta leik og vinnum. Fulla ferð bara." sagði Ólafur í samtali við Karfan.is eftir leik. 

Ferðalagið sem Ólafur talar um ættu flestir að þekkja en það tók liðið eins og Ólafur segir yfir sólarhring að koma sér til San Marino.  "Auðvitað situr ferðalagið í okkur og við þurftum augljóslega meiri fókus á lokasprettinum. Í stöðunni 50-55 skoruðum ekki í dágóðan tíma eftir leikhlé í 3 leikhluta.  En við héldum alltaf áfram gáfumst aldrei upp fannst mér.  Við erum komnir hingað til að vinna mótið og það er ennþá stefnan." sagði jaxlinn Ólafur að lokum. 
 

Mynd: KKÍ.is