Landskeppnum á Norðurlöndum í meistaraflokki karla er lokið á Íslandi og í Noregi en baráttan stendur nú sem hæst í Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Eins og afar glöggir lesendur muna eftir varð KR Íslandsmeistari í Domino´s-deild karla á dögunum en færri vita kannski að Centrum bar sigur úr býtum í Noregi og Bakken Bears eru með aðra höndina á titlinum í Danmörku.

Í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku eigast menn ennþá við þar sem Lulea og Södertalje berjast um titilinn í Svíþjóð en í Finnlandi eru það Katja og Salon V. sem mætast í úrslitum.

Staðan í úrvalsdeildarkeppnum karla á Norðurlöndum

Ísland: KR – meistari
KR 3-2 Grindavík

Noregur: Centrum (Osló) – meistari
Centrum 1-0 Gimle BBK
(Einn úrslitaleikur um titilinn)

Danmörk: Bakken Bears og Horsens IC stendur yfir
Bakken Bears 3-1 Horsens IC
(Vinna þarf fjóra leiki)

Svíþjóð: Einvígi Lulea og Södertalje stendur yfir
Staðan: Lulea 1-0 Södertalje (81-77)
(Vinna þarf fjóra leiki)

Finnland: Einvígi Kataja og Salon V. stendur yfir
Staðan: Kataja 1-0 Salon V.
(Vinna þarf fjóra leiki)

Mynd af Facebook-síðu Kataja/ Liðsmenn Kataja leiða 1-0 í úrslitum gegn Salon í Finnlandi. Í liði Kataja má m.a. finna fyrrum liðsfélaga Jóns Arnórs Stefánssonar hann Teemu Ranniko en þeir léku saman með Granada á Spáni.