Smáþjóðaleikarnir í San Marínó halda áfram á fullri ferð í dag. Að þessu sinni verða bæði karla- og kvennalandsliðin á ferðinni og eru það konurnar sem stíga fyrsta á stokk kl. 13:00 að íslenskum tíma þegar liðið mætir Möltu.

Karlaliðið sem lá gegn Kýpur í gær mætir heimamönnum San Marínó í dag kl. 18:00 að íslenskum tíma. San Marínó mætti Andorra í gær og varð að fella sig við 69-84 ósigur á heimavelli.