Þjálfaranámskeið KKÍ 2.c fer fram um helgina í Ásgarði í Garðabæ. Það voru um 60 þjálfarar skráðir á námskeiðið en kennarar á því eru Ágúst Björgvinsson, Ívar Ásgrímsson, Friðrik Ingi Rúnarsson, Helgi Jónas Guðfinnsson, Benedikt Guðmundsson og Leifur S. Garðarsson. Aðalfyrirlesari námskeiðisins var þó Svetislav Pesic sem er sigursælasti þjálfari Evrópsks körfubolta. 

 

Pesic flutti fyrirlestra sína í gær og í dag, hans fyrirlestarar voru um hraðaupphlaupsleiki og boltahindrun (e. Pick and roll) og var virkilega góður rómur af. 

 

Svetislav Pesic er frá Serbíu og hefur unnið Euroleague sem leikmaður og þjálfari og er þar í hópi með einungis tveimur öðrum. Sem þjálfari hefur hann þjálfað besti félags-og landslið í heimi. Hann hefur vann Euroleague sem þjálfari Barcelona árið 2003 og þjálfaði landslið Júgóslavíu sem varð heimsmeistari árið 2002 þar sem liðið vann meðal annars stjörnumprídd landslið Bandaríkjana og eitt af fáum löndum sem hefur tekist það síðan NBA leikmenn hófu að leika fyrir Bandaríkin. Hann þjálfaði einnig landslið Þýskalands. 

 

Pesic þjálfaði síðast Bayern Munich í nærri þrjú ár við góðan árangur. Hann þurfti að hætta fyrir ári síðan með liðið af heilsufarsástæðum. Pesic er í dag aðalfyrirlestari FIBA og hefur verið í mörg ár ofarlega á lista yfir bestu leiðbeinendur í faginu. 

 

Leikmenn úr yngri flokka landsliðum Íslands voru Pesic til aðstoðar í dag. Samkvæmt Ágústi Björgvinssyni sem stjórnar þjálfaramenntun KKÍ var metskráning og gríðarlegur heiður að fá fyrirlesara á borð við Svetislav Pesic til landsins. 

 

Myndasafn af fyrirlestri Pesic má finna hér.

 

Viðtöl við Svetislav Pesic og Ágúst Björgvinsson eru væntanleg í dag.