Lokahóf kkd. Skallagríms fór fram í gærkvöldi þar sem nýliðnu tímabili var slúttað. Meistaraflokkur kvenna kom upp sem nýliðar á tímabilinu og fór liðið í úrslitaleik bikarkeppninnar og féll úr leik í oddaleik í undanúrslitum Dominos deildar kvenna strax á fyrsta tímabili. Sigrún Sjöfn var valin best hjá liðinu og Ragnheiður Benónýsdóttir efnilegust. 

 

Karlaliðið vakti mikla athygli á tímabilinu fyrir gríðarlega baráttu og skemmtilega spilamennsku, sérstaklega fyrir áramót. Að lokum féll liðið hinsvegar úr efstu deild með 14 stig sem er mesti stigafjöldi sem lið hefur fallið með úr úrvalsdeild. Sigtryggur Arnar Björnsson var valinn bestur og Eyjólfur Ásberg efnilegastur í liðinu í vetur.

 

Allar viðurkennningar lokahófsins má finna hér að neðan: 

 

Meistaraflokkur  Kvenna:

Besti leikmaður
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir

 

Besti varnarmaður
Jóhanna Björk Sveinsdóttir

 

Efnilegasti leikmaður
Ragnheiður Benónísdóttir

 

Mestu framfarir 
Sólrún Sæmundsdóttir

 

Meistaraflokkur karla: 

Besti leikmaður
Sigtryggur Arnar Björnsson

 

Besti varnarmaður
Davíð Ásgeirsson

 

Efnilegasti leikmaður
Eyjólfur Ásberg Halldórsson

Mestu framfarir
Bjarni Guðmann Jónsson

 

Unglingaflokkur:

 

Besti leikmaður
Eyjólfur Ásberg Halldórsson

 

Mestu framfarir
Sumarliði Páll

 

Mikilvægasti leikmaður
Bjarni Guðmann Jónsson

 

Drengjaflokkur:

Besti leikmaður
Arnar Smári Bjarnason

 

Mestu framfarir
Jóhannes Valur Hafsteinsson

 

Mikilvægasti leikmaður
Bjarni Guðmann Jónsson