Uppskeruhátíð meistaraflokks karla og unglingaflokk karla og kvenna hjá Tindastól fór fram um síðastliðna helgi. Þar var leikstjórnandinn Pétur Rúnar Birgisson valin besti leikmaður meistaraflokks og unglingaflokks.

Pétur hlaut einnig önnur verðlaun sem stigahæsti leikmaður liðsins, Viðar Ágústsson var valinn besti varnarmaðurinn og Friðrik Þór Stefánsson fékk verðlaun fyrir mestar framfarir og Hannes Ingi Másson var valinn efnilegasti leikmaðurinn. Bríet Lilja Sigurðardóttir var svo valin besti leikmaðurinn í unglingaflokki kvenna en nánar um lokahófið má lesa á heimasíðu Tindastóls.