Lokahóf kkd. Grindvíkur fór fram síðastliðna helgi þar sem nýliðið tímabil var gert upp og veittar viðurkenningar fyrir þá leikmenn sem þóttu skara frammúr. 

 

Meistaraflokkar félagsins léku á sitthvorum enda deildarinnar en karlalið Grindavíkur fór alla leið í úrslitaeinvígið gegn KR og knúði fram oddaleik sem KR vann. Auk þess komst liðið í undanúrslit í bikar og því má segja að frábæru tímabili hafi lokið. Kvennaliðið aftur á móti gekk brösuglega, mikil meiðsl, þjálfarahringl og pappírsmál vegna erlenda leikmannsins hjálpuðu ekki til og á endanum endaði liðið í neðsta sæti Dominos deildarinnar. 

 

Viðurkenningar kvöldsins má finna allar hér að neðan:

 

Hjá meistaraflokki karla voru verðlaunahafar eftirfarandi:

 

Bestur í úrslitakeppninni – Dagur Kár Jónsson

Efnilegasti leikmaður – Ingvi Þór Guðmundsson

Mestu framfarir – Þorsteinn Finnbogason

Mikilvægasti leikmaður – Ólafur Ólafsson

 

Hjá meistaraflokki kvenna voru verðlaunahafar eftirfarandi: 

 

Besti leikmaður – Ingunn Embla Kristínardóttir,

Mikilvægasti leikmaður – Íris Sverrisdóttir

Efnilegasti leikmaður – Ólöf Rún Óladóttir.

 

Auk þess voru nokkrar viðurkenningar veittar og voru þær eftirfarandi:

 

Petrúnella Skúladóttir, sem fékk viðurkenningu fyrir gott starf fyrir félagið, Guðmundur Bragason sem fékk blómvönd í tilefni fimmtugsafmælis síns, Ómar Sævarsson og Þorleifur Ólafsson fengu einnig viðurkenningar fyrir starf sitt fyrir félagið, Ólafur Ólafsson viðurkenningu fyrir að vera valinn í úrvalslið KKÍ og Jóhann Þór Ólafsson fyrir að vera valinn þjálfari ársins af KKÍ.