Undanúrslit 10. flokks stúlkna fór fram á Flúðum þar sem úrslitakeppni yngri flokka fer fram um helgina. Reykjanesliðin Njarðvík og Grindavík tryggðu sér í úrslitaleikinn sem fram fer á morgun. 

 

Í fyrri undanúrslitaleiknum mættust Grindavík og Haukar. Grindavík var með yfirhöndina lungað úr leiknum en Haukar gáfust aldrei upp og tókst þrisvar í gegnum leiknum að jafna. Þegar lítið var eftir var staðan 43-43 en þá tók Grindavík yfir og vann lokasprettinn 8-1 og tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum. 

 

Ólöf Rún Óladóttir var stigahæst hjá Grindavík með 25 stig og 6 fráköst. Elísabet Margrét Magnúsdóttir var einnig sterk með 14 stig og fjórar stoðsendingar. Sigrún Björg Ólafsdóttir var sterkust hjá Haukum með 17 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. 

 

Tölfræði leiksins

 

Liðin sem mættust í bikarúrslitum flokksins mættust svo í seinni undanúrslitaleik dagsins, Keflavík og Njarðvík. Eftir mjög jafnan leik komst Njarðvík framúr í fjórða leikhluta og tryggðu sér góðan sigur og sæti í úrslitaleiknum. 

 

Jóhanna Lilja Pálsdóttir var atkvæðamest hjá Njarðvík með 15 stig og átta fráköst. Alexandra Eva Sverrisdóttir var einnig góða með 13 stig og 11 fráköst. Hjá Keflavík var Hjördís Eva Traustadóttir stigahæst með 7 stig. 

 

Tölfræði leiksins

 

Úrslitaleikur 10. flokks stúlkna fer fram kl 12:00 í Íþróttahúsinu á Flúðum á morgun 13. maí. Bein útsending er á Youtube-rás KKÍ.