Chris Bosh, Miami Heat og leikmannasamtök NBA hafa að því er virðist komist að samkomulagi um að Miami geti losað sig við Bosh undan samningi sínum.  Bosh sem hefur ekki spilað með Miami síðan í febrúar 2016 þegar að blóðtappi fannst í kálfa hans.  Aðeins ári áður hafði Bosh verið á meiðslalista vegna lungna veikinda. Bosh á að fá á næstu tveimur tímabilum 52 milljónir dollara í laun frá MIami sem reyndar tryggingafélag liðsins kemur til með að borga.