Martin Hermannsson og Charleville eru úr leik í úrslitakeppni frönsku Pro B deildarinnar. Liðið lá 2-0 gegn Nantes í undanúrslitum deildarinnar og tapaði 69-77 í öðrum leiknum gegn Nantes.

Martin var með 15 stig og 8 stoðsendingar í þessum síðasta leik sínum með Charleville. Martin átti hörku gott tímabil í Frakklandi í vetur þar sem hann var valinn í lið ársins í deildarkeppninni og varð annar í valinu á besta leikmanni deildarinnar. Martin var með 18 stig og 6 stoðsendingar að meðaltali í leik í vetur.

Það verða svo FOS-Prov. og Nantes sem mætast í undanúrslitum annars vegar en 1-1 er í tveimur öðrum rimmum og því enn óráðið hver hin tvö liðin verða í undanúrslitum en liðin sem eru í pottinum eru Le Havre vs Boulazac og Lille vs Evreux.