Þór sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu þar sem farið er yfir leikmannamál fyrir komandi tímabil, en fyrir nokkrum vikum var það ljóst að Ragnar Örn Bragason yrði ekki með liðinu. Því til viðbótar kemur fram að Maciej Baginski muni heldur ekki vera með liðinu á næsta tímabili, en hann átti flott tímabil þeim á því sem var að líð. Skoraði 15 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Með tilkynningunni fylgdi einnig hvaða leikmenn félagið verðlaunaði á nýliðnu lokahófi, en þar var áðurnefndur Maciej valinn mikilvægasti leikmaður liðsins.

 

Verðlaunahafar:

Efnilegasti leikmaður: Davíð Arnar Ágústsson
Mestu framfarir: Halldór Garðar Hermannsson
Besti varnarmaður: Ólafur Helgi Jónsson
Mikilvægasti leikmaður: Maciej Baginski

 

 

 

Fréttatilkynning Þórs: