Verðandi NBA leikmaðurinn Lonzo Ball frumsýndi í gærkvöldi nýja skólínu sem ber nafn hans. Haldið er að Ball, sem lék með háskólaliði UCLA háskólans á síðasta tímabili, verði valinn með einum af fyrstu þrem valréttum komandi nýliðavals NBA deildarinnar og að þar sé mögulega á ferðinni næsta ofurstjarna körfuknattleiksheimsins. Mikið hefur verið rætt og ritað um hann síðastliðna mánuði, bæði vegna augljósra hæfileika hans, en einnig vegna framgöngu föður hans, LaVar Ball, í fjölmiðlum. Lonzo er elstur þriggja bræðra, en búist er við að hinir tveir eigi eftir að fara sömu leið og hann, þ.e. til UCLA í eitt ár áður en að þeir fara svo í NBA deildina.

 

Fjölskyldan á þetta vörumerki, BBB, eða Big Baller Brand og virðist sem svo að nú verði ekki einungis körfuboltaskór, heldur einnig inniskór til sölu frá þeim. Eitthvað hefur verðið verið gagnrýnt á skónum, en körfuboltaútgáfan mun kosta rétt undir 60 þúsund krónum og inniskórnir í kringum 23 þúsund krónur.

 

Þetta hafði fyrrum stjörnuleikmaðurinn Shaquille O´Neal að segja um málið:

 

Hérna er hægt að panta skóna

 

Auglýsing fyrir skóna:

 

Dæmi hver fyrir sig: