Tveir leikir fóru fram í 8 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Í Cleveland eru heimamenn í Cavaliers komnir í væna stöðu í einvígi sínu gegn Toronto Raptors, 2-0. Lebron James stórkostlegur fyrir meistarana í leik næturinnar, skoraði 39 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í leiknum. Lebron nú orðinn annar stigahæsti leikmaður úrslitakeppninnar, fór upp fyrir Kareem Abdul-Jabbar og er nú í sætinu fyrir aftan Michael Jordan.

 

 

Í San Antonio jöfnuðu heimamenn í Spurs einvígi sitt gegn Houston Rockets, 1-1. Kawhi Leonard besti maður vallarins, skoraði 34 stig, tók 7 fráköst og gaf 8 stoðsendingar.

 

 

Úrslit næturinnar

 

Toronto Raptors 103 – 125 Cleveland Cavaliers

Cavaliers leiða einvígið 2-0

 

Houston Rockets 96 – 121 San Antonio Spurs

Einvígið er jafnt 1-1