Tveir leikir fóru fram í 8 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Í Toronto sigruðu Cleveland Cavaliers heimamenn í Raptors nokkuð þægilega. Þeir nú búnir að vinna fyrstu þrjá leiki einvígisins og virðist fátt geta komið í veg fyrir að sópurinn fari á loft í næsta leik. Annar stjörnuleikmanna Raptors, Kyle Lowry, var á skýrslu, en spilaði ekkert í leik næturinnar, en hann meiddist á ökkla í öðrum leik liðanna. 

 

 

Leikmaður Cavaliers, Lebron James, hafði þetta að segja við tónlistarmanninn og alþjóðlegan sendiherra Raptors, Aubrey Drake Graham, eftir leik:

 

 

 

_x1f379_

A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) on

 

Í Houston sigruðu San Antonio Spurs heimamenn í Rockets. Náðu þar með yfirhöndinni í einvíginu, 2-1. Kawhi Leonard og LaMarcus Aldridge bestir gestanna í þessum leik, skoruðu samanlagt 52 stig.

 

 

Úrslit næturinnar

 

Cleveland Cavaliers 115 – 94 Toronto Raptors

Cavaliers leiða einvígið 3-0

 

San Antonio Spurs 103 – 92 Houston Rockets

Spurs leiða einvígið 2-1