Fyrir úrslitakeppni þessa árs í NBA deildinni setti Karfan saman hóp á Bracketology til þess að sjá hverjir væru getspakir á niðurstöðurnar og hverjir ekki. Nú eftir að Cleveland Cavaliers hafa tryggt sér farseðilinn í lokaúrslit þriðja árið í röð er aðeins ein umferð eftir. Það þýðir að línur séu farnar að verða ansi skýrar um hverjir eigi möguleika á að vinna og hverjir ekki. 169 aðilar tóku þátt í heildina og því eru þeir sem að efstir eru þessa stundina, eða nálægt efsta sætinu, með ansi marga rétta spádóma.

 

Í efsta sæti keppninnar fyrir þessa umferð eru þeir Kristján Skúli og Sveinn Þór með 290 stig. Báðir giskuðu þeir á að Golden State Warriors yrðu meistarar, en þó ekki í jafn mörgum leikjum, en það getur skipt máli, því auka stig eru gefin fyrir að hafa leikjafjölda réttan. Kristján með Warriors í 5 leikjum á meðan að Sveinn er með þá í 6 leikjum. Verði það svo að Warriors vinni í 4 eða 7 leikjum er svo aftur ansi margt opið. Því 40 auka stig eru gefin fyrir að spá fyrir um réttan leikjafjölda í þessari úrslitaseríu.

 

Fari ekki svo að Warriors vinni og Cavaliers taki titilinn, þarf að fara aðeins neðar á listann. Fyrstu 20 sæti keppninnar eru með þeim er spá Warriors sigri á einn eða annan hátt, en í því 21. er Þorsteinn Halldórsson með 265 stig og Cavaliers sigur í 6 leikjum. Vinni Cavaliers í þeim leikjafjölda, sigrar hann því keppnina. 

 

Hópur Karfan.is á Bracketology er hér