Undanúrslitaleikir unglingaflokks stúlkna fóru fram í Dalhúsum í Grafarvogi í dag. Í fyrri leik dagsins sigruðu Keflavíkurstúlkur sameinað lið Breiðabliks og Snæfells nokkuð örugglega, 73-54. Atkvæðamest fyrir Keflavík var Birna Valgerður Benónýsdóttir með 15 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot. Fyrir Breiðablik/Snæfell var það Isabella Ósk Sigurðardóttir sem dróg vagninn með 14 stigum og 18 fráköstum.

 

Tölfræði leiks

 

Í hinum undanúrslitaleiknum sigruðu Haukar Njarðvík, 70-53. Atkvæðamest Hauka var Þóra Kristín Jónsdóttir með 10 stig, 5 fráköst, 10 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Fyrir Njarðvík var Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir með 8 stig, 9 fráköst og 2 stolna bolta.

 

Tölfræði leiks

 

Það verða því Haukar og Keflavík sem mætast í úrslitaleik unglingaflokks kvenna þetta árið. Sömu lið og mættust í úrslitum Maltbikarkeppninnar, en þar sigruðu Haukar eftir æsispennandi framlengdan leik. Leikurinn fer fram kl. 16:15 á morgun og verður í beinni útsendingu hjá Fjölnir Tv.