Keflavík sigraði Hauka í úrslitaleik Íslandsmóts unglingaflokks kvenna með 71 stigi gegn 37. 

 

 

Fyrir leik

Þessi sömu lið mættust í úrslitaleik Maltbikarkeppninnar í febrúar. Þar voru það Haukar sem höfðu sigur eftir framlengdan leik. 

 

Gangur leiks

Það var í raun aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi í dag. Strax í fyrsta leikhluta gerðu Keflavíkurstúlkur, svo gott sem, útaf við þetta. Sigruðu hann 22-6. Aðalsmerki þessa liðs, vörnin, virtist halda öllu á þessum fyrstu mínútum og í raun var erfitt að sjá hvernig Haukar ættu möguleika á að komast aftur inn í leikinn.

 

Undir lok hálfleiksins slakaði Keflavík þó aðeins á, en þegar liðin héldu til búningsherbergja á hálfleik leiddu þær þó með 16 stigum, 31-15.

 

Í seinni hálfleiknum settu þær svo aftur í fluggírinn, eru með 24 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Sem var þá að einhverju leyti formsatriði að klára. Fór svo ð lokum að þær sigruðu með 34 stigum, 71-37.

 

 

Hetjan

Lið Keflavíkur var afar jafnt í dag. Allir leikmenn þess komust á blað í stigaskorun. Til þess að taka eina út fyrir má þó segja að Birna Valgerður Benónýsdóttir hafi verið best, með 10 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar, 2 stolna bolta og 2 varin skot á þeim 26 mínútum sem hún spilaði.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun, myndir, viðtal / Davíð Eldur

 

Viðtal: