Karlalandslið Íslands hefur leik á Smáþjóðaleikunum í San Marínó í dag. Eftir eitt frægasta ferðalag síðari ára kom liðið í nótt til San Marínó og er svo að spila gegn Kýpur kl. 13:00 að íslenskum tíma eða 15:00 að staðartíma. Við á Karfan.is ætlum að tippa á byrjunarlið dagsins í dag.

Eins og áður hefur komið fram er Finnur Freyr Stefánsson við stýrið ytra og á þessum leikum teflir Ísland fram yngra liði skipað leikmönnum sem hafa verið í A-landsliðsverkefnum eða eru að banka fast á dyrnar.

Spá Karfan.is um byrjunarlið dagsins

PG – Matthías Orri Sigurðarson
SG – Jón Axel Guðmundsson
SF – Ólafur Ólafsson
PF – Kristófer Acox
C – Tryggvi Snær Hlinason

Ef þetta reynist rétt þá er Matthías Orri að byrja inn á í sínum fyrsta A-landsleik á ferlinum og hið sama gengur fyrir Jón Axel Guðmundsson. Kristófer, Ólafur og Tryggvi eiga allir landsleiki að baki og Ólafur flesta þeirra eða 11 talsins.

Mynd/ Við tippum á að Matthías Orri Sigurðarson komi upp með boltann og byrji inná í sínum fyrsta A-landsleik.