Fjórir úrslitaleikir fara fram í íslandsmótum yngri flokka í dag. Leikið er í Dalhúsum í Grafarvogi og byrjar fyrsti leikur kl 12:00. Leikið er í 9. flokki drengja og stúlkna auk unglingaflokk kvenna og drengjaflokk. 

 

Allir leikir dagsins verða í beinni útsendingu á Youtube rás KKÍ og verður þeim gerð góð skil á Karfan.is í dag. Von er á mikilli spennu í leikjum dagsins en í tveimur af fjórum viðureignum eru sömu lið að mætast og í bikarúrslitaleikjum ársins. 

 

Leiki dagsins má finna hér að neðan:

 

7. maí · Sunnudagur  
Kl. 10:00  KR – Fjölnir – 9. flokkur drengja  Úrslitaleikur  ·  Beint á YouTube-KKÍ
Kl. 12:00  Grindavík – Keflavík – 9. flokkur stúlkna  Úrslitaleikur  ·  Beint á YouTube-KKÍ
Kl. 14:00  KR – Haukar – Drengjaflokkur  Úrslitaleikur  ·  Beint á YouTube-KKÍ
Kl. 16:15  Keflavík – Haukar – Unglingaflokkur kvenna  Úrslitaleikur  ·  Beint á YouTube-KKÍ