Haukar sigruðu KR með 4 stigum, 77-73, í úrslitaleik Íslandsmóts í unglingaflokki karla.

 

Það var KR sem að byrjaði leik dagsins betur. Voru með tveggja stiga forystu að loknum fyrsta leikhluta, 13-15. Þessa forystu bættu þeir svo við undir loka hálfleiksins, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var forysta KR 8 stig, 28-36.

 

Haukar mættu þó tilbúnir inn í seinni hálfleikinn. Með góðu 10 stiga áhlaupi um miðbygg hlutans, í stöðunni 33-43 ná þeir svo loks að jafna leikinn aftur, 43-43. Þegar þriðji hlutinn var á enda var staða liðanna jöfn 51-51. Í fjórða leikhlutanum komst KR aftur í 10 stiga forystu, en aftur unnu Haukar það niður og komust fyrst yfir þegar tæpar 30 sekúndur voru eftir af leiknum, 74-73. Má segja að Haukar hafi gert allt rétt á þessum síðustu sekúndum leiksins, því þeir sigldu góðum 77-73 stiga sigri í höfn.

 

 

Maður leiksins var leikmaður Hauka, Breki Gylfason. Á 34 mínútum spiluðum skoraði Breki 28 stig og tók 11 fráköst.

 

Tölfræði leiks