Líkt og kom fram á Karfan.is fyrr í dag eru íslensku körfubotlalandsliðin á leið til San Marínó þar sem liðið leikur á Smáþjóðaleikunum. Vegna aflýsingar á flugum British Airways eru liðin föst í London og er hafið ferðalag þaðan sem á að enda í San Marínó en ljóst er að margir eru í svipuðum málum og erfitt er að fá flug fyrir 60 manns en sundlandsliðið ferðast einnig með þeim. 

 

Finnur Freyr Stefánsson sem þjálfar karlaliðið á leikunum hefur farið á kostum á Twitter í morgun þar sem hann segir frá ferðalaginu og uppákomum tengdum því. Hann mun sjálfsagt halda áfram í dag og því ekki vitlaust að fylgjast með honum á @Finnurstef.