Fenerbahce varð í gærkvöldi Evrópumeistarar félagsliða er liðið vann öruggan sigur á Olympiacos í úrslitaleik Euroleague deildarinnar. 

 

Nikola Kalinic byrjaði úrslita leikinn á tveimur þriggja stiga körfum fyrir Fenerbahce og má segjan að þaðan hafi liðið aldrei litið til baka. Fenerbahce tók strax góða forystu og fór með átta stiga forskot 26-18 eftir fyrsta leikhluta. Ekpe Udoh fór fyrir sínum mönnum sem leiddu allan fyrri hálfleikinn. 

 

Fenerbahce náði að halda uppi spilamennsku sinni líkt og liðið hefur gert í allan vetur og leiddi 60-48 fyrir loka fjórðunginn og ljóst að róður grikkjanna í Olympiacos var orðinn þungur. Tyrkirnir byrjuðu fjórða leikhlutann á 8-2 áhlaupi og þar með var leiknum svo gott sem lokið. 

 

Lokastaðan 80-64 fyrir Fenerbahce sem vann þar sem Euroleage í fyrsta skipti í sögu félagsins. Ekpe Udoh var valinn maður leiksins en hann endaði með 10 stig, 9 fráköst og 4 fráköst en Kalinic og Bogdanovic voru stigahæstir með 17 stig. 

 

CSKA Moskva varð í þriðja sæti eftir sigur á Real Madrid í leiknum um þriðja sæti Euroleage. 

 

Helstu tilþrif leiksins og fögnuð tyrkjanna eftir leik má finna hér að neðan:

 

 

 

Mynd / Euroleague.net