Einn okkar allra besti miðherji frá upphafi, Einar Bollason er í einkar einlægu og opinskáu viðtali við Sigmund Erni Rúnarsson í þættinum Mannamál.  Í þættinum sem birtist reyndar fyrir rúmum mánuði kemur ýmislegt fróðlegt í ljós sem hugsanlega fáir vissu um þennan einstaka mann.  Sigmundur t.a.m spyr Einar hvort hann hafi verið tuddi á sinni leiktíð og því svarar Einar játandi að vissu leyti. 

 

Hvetjum fólk til að gefa sér tíma og horfa á þetta einstaka viðtal við Einar Bollason sem svo sannarlega skal teljast til goðsagnar í körfuboltanum á Íslandi.