Einn leikur fór fram í 8 liða úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Í honum sigraði lið Golden State Warriors heimamenn í Utah Jazz, 102- 91. Leikmaður Wrriors, Kevin Durant, gjörsamleg óstöðvandi í nótt. Skoraði 38 stig og tók 13 fráköst. Leikstjórnandi Jazz, George Hill, var fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla á tá, en ekki er vitað hvort að hann verður með í næsta (mögulega síðasta) leik liðanna.

 

Warriors enn taplausir í úrslitakeppninni, búnir af vinna fyrstu þrjá leiki sína gegn Jazz og þurfa nú aðeins sigur í viðbót til þess að fara áfram í úrslitaeinvígi vesturstrandarinnar.

 

 

Úrslit næturinnar

 

Golden State Warriors 102 – 91 Utah Jazz

Warriors leiða einvígið 3-0