Nú í kvöld skrifuðu Dagur Kár Jónsson og Grindavík undir framlengingu á veru hans í Grindavíkur til næstu tveggja ára.  Dagur kom til Grindvíkinga á miðju tímabili sem leið og svo sannarlega stóð undir væntingum og rúmlega það.  Dagur tekið sinn leik upp um eitt stig og er að öðrum ólöstuðum einn af betri leikmönnum deildarinnar. "Dagur hefur smollið við liðið og samfélagið hér í Grindavík sem flís við rass og við eru gríðarlega sátt að hann verði hjá okkur næstu tvö árin í það minnsta." sagði Lórenz Ólason formaður kkd UMFG.  

 

"Það virkilega skemmtilegt seinasta tímabil, frábærir strákar og frábær þjálfari. Allir virkilega áhugasamir um að hafa mig áfram, svo eigum við óklárað verk hérna í Grindavík." sagði Dagur Kár við undirskrift í kvöld.

 

Við sama tækifæri skrifaði Jóhann Árni Ólafsson undir samning við þá Grindvíkinga að nýju en hann fór í heimahaga síðasta tímabil til að spila með uppeldisklúbbi sínum í Njarðvík.