Leikstjórnandinn ungi, Dagbjört Dögg Karlsdóttir, hefur komist að samkomulagi um að leika með Val á næsta tímabili. Dagbjört verið í liði Vals síðastliðin tvö tímabil og hefur vaxið mikið á þeim. Var með 9 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali á 28 mínútum í leik á síðasta tímabili.

 

Að sögn Dagbjartar eru spennandi tímar framundan hjá félaginu, þar sem að bæði sé hópurinn breiður, sem og stefni í hörku undirbúningstímabil með nýjum þjálfara, Darra Atlasyni. Hlakkar hana mjög að byrja nýtt tímabil með krafti og 100% fókus.

 

Um þennan nýja samning Dagbjartar hafði Darri þetta að segja: 

“Við erum hæstánægð með þá ákvörðun Dagbjartar að framlengja við Val. Dagbjört býr yfir ótrúlegri vinnusemi og metnaði sem einkennir leikmenn sem að ná hvað lengst. Hún bætti sig í öllum tölfræðiþáttum yfir síðasta tímabil og við munum leggja okkur fram við að styðja við frekari framþróun hennar sem leikmanns. Þrátt fyrir ungan aldur er hún tilbúin til þess að fara með leiðtogahlutverk innan Vals og við væntum mikils af henni á komandi tímabili.”

 

 

Fréttatilkynning Vals:

Dagbjört Dögg Karlsdóttir hefur framlengt samningi sínum við Val og mun leika með félaginu í úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Dagbjört hefur leikið með Val sl. tvö tímbabil og þykir ein allra efnilegasta körfuboltakona landsins. Hún er í U18 landsliði Íslands og var auk þess valin í A-landsliðshóp og mun fara með liðinu í keppnisferðalag til Írlands nú í júní. Dagbjört Dögg spilaði að meðaltali 27,8 mínútur í leik á síðasta tímabili og skoraði að meðaltali 9,4 stig, tók 3,3 fráköst og átti 2,4 stoðsendingar.