Stjarnan hefur náð samkomulagi við Collin Pryor um að leika með þeim á komandi tímabili samkvæmt umboðsskrifstofunni Mansfield Sport. Collin, sem á síðasta tímabili lék með Fjölni í fyrstu deildinni, hefur verið á Íslandi síðan árið 2014 og fellur því að öllum líkindum sem íslenskur leikmaður undir nýja útfærslu á 4+1 reglunni. Í 27 leikjum í fyrra skoraði Collin 21 stig, tók 12 fráköst og gaf 3 stoðsendingar að meðaltali í leik.