Samkvæmt heimildum Marc Stein hjá ESPN taka forráðamenn Los Angeles Clippers áhuga San Antonio Spurs á Chris Paul mjög alvarlega. Paul á ár eftir af samningi sínum við Clippers, þar sem hann mun fá 24.3 miljónir dollara í laun, kjósi hann að vera þar áfram, en því ræður hann sjálfur. Spurs myndu þurfa að hreinsa eitthvað til í leikmannahópi sínum til þess að bú til pláss fyrir hann, færi svo að hann myndi ákveða að koma, en það er vel gerlegt fyrir þá.

 

Þessar fréttir alveg öfugar við þær af samningsmálum hans frá því í vetur. Þar sem að í febrúar var hann sagður hafa komist að munnlegu samkomulagi við félagið og í apríl að hann myndi gera langtímasamning við félagið.

 

Ljóst er að hinn 32 ára gamli Paul skilar enn topp frammistöðu í deildinni. Þrátt fyrir að vera ekki valinn í eitt þriggja úrvalsliða deildarinnar á síðastliðnu tímabili, var hann einn tíu framlagshæstu leikmanna deildarinnar.

 

Sjálfur vildi Paul sem minnst tjá sig um þessi mál eftir að Clippers voru slegnir út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar af Utah Jazz: