Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt þar sem Cleveland Cavaliers sópuðu Toronto Raptors í sumarfrí 4-0. Washington jafnaði seríuna 2-2 gegn Boston og þá jafnaði Houston sömuleiðis seríuna sína 2-2 gegn San Antonio.

Toronto 102-109 Cleveland
Staðan: 4-0 og Cleveland komið áfram

LeBron James var atkvæðamestur í liði Cleveland með 36 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar en Serge Ibaka gerði 23 stig og tók 2 fráköst hjá Toronto. Cleveland mætir svo annaðhvort Boston eða Washington í úrsltum austurstrandar.

Washington 121-102 Boston
Staðan: 2-2

Bradley Beal var með 29 stig og 4 fráköst hjá Washington og John Wall bætti við 27 stigum og 12 stoðsendingum. Hjá Boston var Isaiah Thomas með 19 stig og 5 stoðsendingar. Sigurvegari seríunnar mætir Cleveland í úrsltium austurstrandar.

Houston 125-104 San Antonio
Staðan: 2-2

James Harden fór mikinn fyrir Houston með 28 stig, 5 fráköst og 12 stoðsendingar! Hjá Spurs kom Jonathan Simmons með 17 stig af bekknum en þeir Kawhi Leonard og LaMarcus Aldridge voru báðir með 16 stig.

Myndbönd næturinnar