Boston Celtics fengu fyrsta valrétt í nýliðavali þessa árs í árlegu lottói liða sem ekki komust í úrslitakeppnina. Celtics að sjálfsögðu þó eitt þeirra liða sem að komst í úrslitakeppnina, en sökum skipta sem að þeir gerðu við Brooklyn Nets fengu þeir valrétt þeirra þetta árið. Skipti sem að meðal annars innihéldu það að Paul Pierce var sendur frá Boston til Brooklyn.

 

 

 

 

Annan valréttinn fékk lið Los Angeles Lakers. Lukka Lakers aðeins með þeim þá ferðina, en aðeins 47% líkur voru á að þeir yrðu á meðal þriggja efstu liðanna. Hefðu þeir verið eitthvað neðar, hefðu Philadelphia 76ers fengið valrétt þeirra vegna samnings sem gerður var fyrir nokkrum árum. Þriðja valréttinn fengu svo 76ers.

 

 

Að sjálfsögðu ekkert verið ákveðið hverjir velji hvaða leikmenn, en Bill Simmons hjá The Ringer spáir því að efstu sætin fari einhvernvegin svona:

 

Hérna er hægt að sjá aðra og ítarlegri spá fyrir nýliðavalið með upplýsingum um þá leikmenn sem í valinu verða.

 

Annars munu liðin velja eftir þessari röð:

1. Celtics
2. Lakers
3. 76ers
4. Suns
5. Kings
6. Magic
7. Timberwolves
8. Knicks
9. Mavericks
10. Kings
11. Hornets
12. Pistons
13. Nuggets
14. Heat