Meistarar Cleveland Cavaliers gjörsamlega slátruðu heimamönnum í Boston Celtics í nótt í öðrum leik úrslita austurstrandar NBA deildarinnar, 86-130. Cavaliers því búnir að sigra fyrstu tvo leiki seríunnar á útivelli, en nú verða næstu tveir leiknir á þeirra heimavelli í Cleveland.

 

Leikurinn í nótt aldrei spennandi, þar sem Cvaliers leiddu með 14 eftir fyrsta leikhluta, 41 í hálfleik og 46 stigum fyrir lokaleikhlutann áður en þeir svo kláruðu leikinn með 44 stiga forystu. Munur liðanna í hálfleik, 41 stig, er sá mesti í sögu úrslitakeppninnar og 44 stiga tap Celtics er það næst stærsta í sögu félagsins í úrslitakeppninni. Það stærsta var 47 stig og kom gegn Orlando Magic í úrslitakeppni ársins 1995.

 

Lebron James frábær fyrir Cavaliers, skoraði 30 stig, tók 7 fráköst, gaf 7 stoðsendingar, stal 4 boltum og varði 3 skot á aðeins 32 mínútum spiluðum í leiknum. Fyrir heimamenn var nýliðinn Jaylen Brown atkvæðamestur með 19 stig, 4 fráköst, 2 stolna bolta og stoðsendingu.

 

Stjörnuleikmaður Boston Celtics, Isaiah Thomas, lauk leik um miðbygg leiksins vegna meiðsla á mjöðm, en ekkert hefur verið gefið út með að hvaða leyti eða hvort hann verði með í næsta leik liðanna.

 

Tölfræði leiks

 

Nokkur skemmtileg tíst:

 

 

Það helsta úr leiknum:

 

 

 

Úrslit næturinnar

Cleveland Cavaliers 130 – 86 Boston Celtics

Cavaliers leiða einvígið 2-0