Leikstjórnandinn Björk Gunnarsdóttir hefur framlengt við Njarðvík til næstu tveggja ára. Björk er óðar að skipa sér í sveit á meðal sterkustu leikstjórnenda landsins og því mikið ánægjuefni fyrir Njarðvíkinga að njóta krafta Bjarkar á næstunni. Þetta kemur fram á umfn.is

Á heimasíðu UMFN segir einnig

Björk eins og flestum er vel kunnugt er græn í gegn en þegar hafa stöllur hennar Karen Dögg, Soffía Rún, Júlía Scheving og Linda Þórdís framlengt við félagið.

Njarðvíkurliðið missti naumlega af sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð og því ekki úr vegi að gera enn betur á komandi leiktíð enda mikill og góður hugur í hópnum.

Þá höfðu þær Linda Þórdís, Karen Dögg, Soffía Rún og Júlía Scheving áður framlengt samningum sínum við Njarðvík.

Mynd/ SBS: Björk Gunnarsdóttir var með 6,4 stig, 4 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili.