Baldur Beck eða NBA Ísland var gestur vikunnar í Sportþættinum á FM Suðurlandi. Þar spáir hann í síðustu einvígin í NBA deildinni og spjallar um hina ýmsu fleti deildarinnar. Það eru fáir á landinum sem fylgjast jafn vel með NBA deildinni og því stórskemmtileg hlustun að heyra fróðleik Baldurs. 

 

 

Viðtal Gests Einarssonar frá Hæli við Baldur má finna í heild sinni hér að neðan. Sportþátturinn er í loftinu öll mánudagskvöld þar sem rætt er um íþróttir og meðal annars körfubolta. Þáttur sem engin íþróttaáhugamaður ætti að missa af.