Andrée Fares Michelsson sem lék með Snæfell á síðasta tímabili er eftirsóttur af liðum um alla evrópu en þetta sagði hann við mbl.is á dögunum. 

 

Andrée sem á íslenska móðir en kom frá Malbas í Malmö fyrir ári síðan en hann er uppalinn í Svíþjóð. Hann endaði með 11,7 stig að meðaltali á 22. mínútum fyrir Snæfell sem féll úr Dominos deild karla. Hann sýndi góða spretti og var einn af sterkari leikmönnum Snæfells.

 

Hann segir við mbl.is að lið frá Ítalíu, Svíþjóð og Íslandi hafi sýnt sér mikinn áhuga: „Það er ánægju­legt að finna þenn­an áhuga og ég hef eig­in­lega ekki hug­mynd um hvað ég mun gera. Ég ræddi við Tinda­stól en það gekk ekki upp, og ég hef rætt mikið við Þór Ak­ur­eyri. Það er spenn­andi kost­ur,“ 

 

Ljóst er að Þór Akureyri er í leikmannaleit en liðið hefur misst nánast alla byrjunarliðsleikmenn sína frá síðasta tímabili. Auk þess er Benedikt Guðmundsson farinn frá félaginu en Hjalti Þór Vilhjálmsson tók við liðinu í sumar. Hvort Andrée mun enda á Akureyri mun koma í ljós en hann sagði einnig að spennandi lið frá Ítalíu hefðu haft samband:

 

„Ég er bara að reyna að finna besta kost­inn. Það væri gam­an að spila í Svíþjóð og svo er líka mjög spenn­andi að fara til Ítal­íu. Ég hef rætt við tvö lið í næ­stefstu deild þar, deild­inni fyr­ir neðan eina al­bestu deild Evr­ópu,“ sagði Andrée í samtali við mbl.is. 

 

Mynd – Tomasz Kolodziejski