Russell Westbrook varð í nótt annar leikmaðurinn í sögu NBA til þess að ná þrennu að meðaltali í leik og sá fyrsti til að bæta sér inn á listann með Oscar Robertson í 55 ár! Þetta varð ljóst þrátt fyrir 99-120 ósigur Oklahoma gegn Phoenix Suns.

Oscar Robertson náði fyrstur þeim áfanga að vera með þrennu að jafnaði í leik tímabliði 1961-1962 en þá var hann með 30,8 stig, 12,5 fráköst og 11,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Kapphlaupið er nú hafið þar sem Westbrook er búinn að jafna met Robertson yfir flestar þrennur á einu tímabili eða 41 talsins. Westbrook tókst ekki að slá það met gegn Phoenix í nótt þar sem hann var með 23 stig, 12 fráköst og 8 stoðsendingar en hann á enn þrjár tilraunir eftir. Takist honum að landa því afreki er hér um að ræða eitthvert svakalegasta framlag einstaklings í deildarkeppni NBA frá upphafi.

Að öðrum leikjum næturinnar en það voru níu leikir á dagskrá í nótt þar sem Cleveland Cavaliers lágu heima 100-114 gegn Atlanta þar sem allir tíu leikmenn Atlanta skoruðu í leiknum og fór þar fremstur Tim Hardaway Jr. með 22 stig og 5 stoðsendingar en LeBron James leiddi Cleveland með 27 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:

Cleveland 100-114 Atlanta
Toronto 96-94 Miami
Memphis 101-88 New York
Houston 109-114 Detroit
Dallas 89-102 San Antonio
Denver 122-105 New Orleans
Utah 120-113 Minnesota
Phoenix 120-99 Oklahoma
LA Lakers 98-94 Sacramento

Myndbönd næturinnar