Fjórir fyrstu leikir 16 liða úrslita NBA deildarinnar fóru fram í gærkvöld og í nótt. Í fyrsta leik keppninnarsigruðu meistarar Cleveland Cavaliers lið Indiana Pacers naumt 109-108. Pacers óheppnir að leikmaður þeirra, CJ Miles, náði ekki að setja niður skot til þess að stela leiknum í lokin. Annars var Lebron James maður kvöldsins, skoraði 32 stig, tók 6 fráköst og gaf 13 stoðsendingar.

 

 

 

Þá sigraði San Antonio Spurs lið Memphis Grizzlies nokkuð örugglega í leik þar sem að Kawhi Leonard var með 32 stig fyrir sína menn.

 

Í Kanada sigruðu Milwaukee Bucks heimamenn í Toronto Raptors. Úrslit sem koma nokkuð á óvart, þar sem að Milwaukee endaði í sjötta sæti deildarkeppninnar en Toronto í því þriðja. Einn stjörnuleikmanna Toronto, Kyle Lowry, var gjörsamlega týndur í leiknum. Vaar með 4 stig, 2 stoðsendingar og 6 stoðsendingar á 33 mínútum spiluðum. Fyrir gestina var gríska viðurndrið, Giannis Antetakoumpo, með 28 stig og 8 fráköst og nýliði þeirra, Malcolm Brogdon, með 16 stig og 6 fráköst í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni.

 

Í síðasta leik næturinnar sigraði Utah Jazz lið Los Angeles Clippers með sigurkörfu frá öldungnum Joe Johnson. Miðherji Utah Jazz, Rudy Gobert, fór af velli snemma leiks og kom ekki aftur eftir að hafa meitt sig á hnéi. Samkvæmt fréttum frá liðinu var þó ekki um jafn alverleg meiðsli að ræða og í fyrstu var haldið. Gobert virðist hafa tognað í hnéiinu, en ekkert hefur verið gefið út með hvort og hvenær hann verði aftur orðinn leikfær. Áhyggjuefni bæði fyrir Jazz að missa hann, sem og veit það ekki á gott fyrir Clippers menn að hafa ekki getað klárað þennan leik í nótt með hann úti.

 

Úrslit næturinnar

 

Cleveland Cavaliers 109 – 108 Indiana Pacers

Cavaliers leiða seríuna 1-0

 

Toronto Raptors 83 – 97 Milwaukee Bucks

Bucks leiða seríuna 1-0

 

San Antonio Spurs 111 – 82 Memphis Grizzlies

Spurs leiða seríuna 1-0

 

Los Angeles Clippers 95 – 97 Utah Jazz

Jazz leiða seríuna 1-0